Wednesday, October 24, 2012

Það sem aðrir hafa gert!

Ég veit að ég er ekki sú fyrsta sem notar blúndur í leir sem mynstur. Ég held að það sé rétt munað hjá mér samt að ég byrjaði að nota dúkana hennar ömmu ca. 2002! Þannig að þessi vinna og þróun hafa verið til staðar mjög lengi! En aðrar blúndur hef ég notað miklu lengra... keyptar, fjöldaframleiddar.
Hér koma nokkrar myndir af því sem aðrir hafa gert með blúndum:
Ung kona í Kaolín hefur notað blúndur (fjöldaframleiddar) úr safni ömmu sinnar:
http://vefblod.visir.is/index.php?s=6465&p=139773



Þessi listakona notar blúndur mjög skemmtilega
http://www.kristenwicklund.com/about/

Blúndan dýfð í porstelín


Fjöldaframleiðsla


Ansi líkt því sem íslenska stúlkan gerir


Þrykk
http://janethaigh.wordpress.com/category/stitching-ceramics/


Meira:


og aftur "sömu bollarnir"

Wednesday, October 17, 2012

Greinar um listrannsóknir

Mér datt í hug að skoða hvað fólk er að skoða með þessari rannsóknar meðferð.
Fyrsta síðan sem höfðaði til mín er sennilega ekki alveg það sem við erum að skoða en ég held samt að það sé nothæft gagn seinna:
http://www.artsresearchmonitor.com/

Ég ætla bara að safna slóðum saman hér...
National Gallery:
http://www.nga.gov/resources/dldesc.htm

Berkley
http://arts.berkeley.edu/

Áhugaverð bók en ógéðslega dýr:
Art and Artistic Research
http://www.press.uchicago.edu/ucp/books/book/distributed/A/bo8918457.html
(Hún er til á bókasafninu í Listaháskólanum)

Bara áhugaverð lýsing en ráðstefnan er búin:
http://d13.documenta.de/#/programs/the-kassel-programs/congresses-lectures-seminars/on-artisticr2/

Önnur spennandi bók:
The Routledge Companion to Research in the Arts
http://arts.brighton.ac.uk/projects/networks/issue-18-july-2012/the-routledge-companion-to-research-in-the-arts
(Aftur er þessi til í Listaháskólanum)

Sunday, October 14, 2012

Heureka

Ég var að velta fyrir mér orðinu hans Gísla, heureka, og velti fyrir mér af hverju ég hafði aldrei heyt það en þekki vel eureka! Amma mín í ameríku notaði það alltaf þegar hún fann tíndan hlut eða datt í hug snallræði sem hún var búin að velkjast með í kollinum. Ég ákvað að rannsaka grunnin og viti menn, þessi tvö orð eru þau sömu! Munurinn er að flest tungumál hafa sleppt h inu en ekk finnar og þjóðverjar!
Hér er wikilýsing.
http://en.wikipedia.org/wiki/Eureka_(word)

Thursday, October 11, 2012

Fagurfræði

Nú er ég að lesa mig til um fagurfræði!
Ein grein sem er mjög áhugaverð er

Manifesto for a Theory of the ‘New Aesthetic’

http://www.metamute.org/editorial/articles/manifesto-theory-%E2%80%98new-aesthetic%E2%80%99

Sendir mig í spennandi áttir!

Handverkshefðir

Ég var að velta fyrir mér handverkshefðir. Hér áður fyrr voru það mömmur, ömmur, frænkur eða bara konur út í bæ sem einhver þekkti vel sem kenndu ungu stúlkunum handverk. Það fór eftir bakgrunn kvennanna sem deildu hefðunum hvaða nálgun var farið eftir hverri stundu. Tískustraumar og það sem var að gerast í heiminum hverju sinni höfðu mikil áhrif á hvað og hvernig var unnið. Um og eftir stríð var lítið um hráefni og mikið um hugmyndaflug sem leiddi oft til mikilla endurvinnslu. Eftir hrun hér á Íslandi og í heiminum í raun varð mikil endurvakning handverks. Allt í einu var frægt fólk að prjóna....
EN hver kennir okkur til verka.
Þessi hugleiðing byrjaði þegar ég sá mynd af yndislegum kraga á netinu...
Crochet - Collar Pattern
Mig langaði svo til að prófa að búa þetta til en ég hef aldrei lært að hekla! Og engin í kring um mig akkúrat þegar ég nauðsynlega þurfti að læra það!
YOUTUBE!!!!!!!!!!!!!!
http://www.youtube.com/watch?v=VgA9KSJrgAc
Og þar fann ég öll svörinn sem mig vantaði!
Viti menn
Þetta tókst!
Og er ég MJÖG stolt af þessu:

En er ekki enn þessi hefð við lýði að þeir sem okkur þykir vænt um afhendir okkur handverkskyndilinn?