Thursday, October 11, 2012

Handverkshefðir

Ég var að velta fyrir mér handverkshefðir. Hér áður fyrr voru það mömmur, ömmur, frænkur eða bara konur út í bæ sem einhver þekkti vel sem kenndu ungu stúlkunum handverk. Það fór eftir bakgrunn kvennanna sem deildu hefðunum hvaða nálgun var farið eftir hverri stundu. Tískustraumar og það sem var að gerast í heiminum hverju sinni höfðu mikil áhrif á hvað og hvernig var unnið. Um og eftir stríð var lítið um hráefni og mikið um hugmyndaflug sem leiddi oft til mikilla endurvinnslu. Eftir hrun hér á Íslandi og í heiminum í raun varð mikil endurvakning handverks. Allt í einu var frægt fólk að prjóna....
EN hver kennir okkur til verka.
Þessi hugleiðing byrjaði þegar ég sá mynd af yndislegum kraga á netinu...
Crochet - Collar Pattern
Mig langaði svo til að prófa að búa þetta til en ég hef aldrei lært að hekla! Og engin í kring um mig akkúrat þegar ég nauðsynlega þurfti að læra það!
YOUTUBE!!!!!!!!!!!!!!
http://www.youtube.com/watch?v=VgA9KSJrgAc
Og þar fann ég öll svörinn sem mig vantaði!
Viti menn
Þetta tókst!
Og er ég MJÖG stolt af þessu:

En er ekki enn þessi hefð við lýði að þeir sem okkur þykir vænt um afhendir okkur handverkskyndilinn?

No comments:

Post a Comment