Wednesday, October 24, 2012

Það sem aðrir hafa gert!

Ég veit að ég er ekki sú fyrsta sem notar blúndur í leir sem mynstur. Ég held að það sé rétt munað hjá mér samt að ég byrjaði að nota dúkana hennar ömmu ca. 2002! Þannig að þessi vinna og þróun hafa verið til staðar mjög lengi! En aðrar blúndur hef ég notað miklu lengra... keyptar, fjöldaframleiddar.
Hér koma nokkrar myndir af því sem aðrir hafa gert með blúndum:
Ung kona í Kaolín hefur notað blúndur (fjöldaframleiddar) úr safni ömmu sinnar:
http://vefblod.visir.is/index.php?s=6465&p=139773



Þessi listakona notar blúndur mjög skemmtilega
http://www.kristenwicklund.com/about/

Blúndan dýfð í porstelín


Fjöldaframleiðsla


Ansi líkt því sem íslenska stúlkan gerir


Þrykk
http://janethaigh.wordpress.com/category/stitching-ceramics/


Meira:


og aftur "sömu bollarnir"

Wednesday, October 17, 2012

Greinar um listrannsóknir

Mér datt í hug að skoða hvað fólk er að skoða með þessari rannsóknar meðferð.
Fyrsta síðan sem höfðaði til mín er sennilega ekki alveg það sem við erum að skoða en ég held samt að það sé nothæft gagn seinna:
http://www.artsresearchmonitor.com/

Ég ætla bara að safna slóðum saman hér...
National Gallery:
http://www.nga.gov/resources/dldesc.htm

Berkley
http://arts.berkeley.edu/

Áhugaverð bók en ógéðslega dýr:
Art and Artistic Research
http://www.press.uchicago.edu/ucp/books/book/distributed/A/bo8918457.html
(Hún er til á bókasafninu í Listaháskólanum)

Bara áhugaverð lýsing en ráðstefnan er búin:
http://d13.documenta.de/#/programs/the-kassel-programs/congresses-lectures-seminars/on-artisticr2/

Önnur spennandi bók:
The Routledge Companion to Research in the Arts
http://arts.brighton.ac.uk/projects/networks/issue-18-july-2012/the-routledge-companion-to-research-in-the-arts
(Aftur er þessi til í Listaháskólanum)

Sunday, October 14, 2012

Heureka

Ég var að velta fyrir mér orðinu hans Gísla, heureka, og velti fyrir mér af hverju ég hafði aldrei heyt það en þekki vel eureka! Amma mín í ameríku notaði það alltaf þegar hún fann tíndan hlut eða datt í hug snallræði sem hún var búin að velkjast með í kollinum. Ég ákvað að rannsaka grunnin og viti menn, þessi tvö orð eru þau sömu! Munurinn er að flest tungumál hafa sleppt h inu en ekk finnar og þjóðverjar!
Hér er wikilýsing.
http://en.wikipedia.org/wiki/Eureka_(word)

Thursday, October 11, 2012

Fagurfræði

Nú er ég að lesa mig til um fagurfræði!
Ein grein sem er mjög áhugaverð er

Manifesto for a Theory of the ‘New Aesthetic’

http://www.metamute.org/editorial/articles/manifesto-theory-%E2%80%98new-aesthetic%E2%80%99

Sendir mig í spennandi áttir!

Handverkshefðir

Ég var að velta fyrir mér handverkshefðir. Hér áður fyrr voru það mömmur, ömmur, frænkur eða bara konur út í bæ sem einhver þekkti vel sem kenndu ungu stúlkunum handverk. Það fór eftir bakgrunn kvennanna sem deildu hefðunum hvaða nálgun var farið eftir hverri stundu. Tískustraumar og það sem var að gerast í heiminum hverju sinni höfðu mikil áhrif á hvað og hvernig var unnið. Um og eftir stríð var lítið um hráefni og mikið um hugmyndaflug sem leiddi oft til mikilla endurvinnslu. Eftir hrun hér á Íslandi og í heiminum í raun varð mikil endurvakning handverks. Allt í einu var frægt fólk að prjóna....
EN hver kennir okkur til verka.
Þessi hugleiðing byrjaði þegar ég sá mynd af yndislegum kraga á netinu...
Crochet - Collar Pattern
Mig langaði svo til að prófa að búa þetta til en ég hef aldrei lært að hekla! Og engin í kring um mig akkúrat þegar ég nauðsynlega þurfti að læra það!
YOUTUBE!!!!!!!!!!!!!!
http://www.youtube.com/watch?v=VgA9KSJrgAc
Og þar fann ég öll svörinn sem mig vantaði!
Viti menn
Þetta tókst!
Og er ég MJÖG stolt af þessu:

En er ekki enn þessi hefð við lýði að þeir sem okkur þykir vænt um afhendir okkur handverkskyndilinn?

Monday, October 8, 2012

Steingervingar framtíðarinnar

Future Fossils Bughouse 2 Future Fossils par Bughouse Ég Fann spennandi síðu sem er að vísu á frönsku en er í anda þess sem ég er að pæla.
http://www.journal-du-design.fr/index.php/art/future-fossils-par-bughouse-21046/
Þessi pæling um að einhverjir eigi eftir að finna steingervingana okkar eftir 3000 ár. Hvaða sögur og skýringingar fylgja. Handverkið verður löngu horfið en plastið verður ef til vill en til staðar. EN ömmudúkar gætu fundist úr postulíni og hvað segjir það framtíðarmönnum okkur?

Thursday, October 4, 2012

Hvað getum við lært af steingervingum?

Þegar ég sett inn leitarsetninguna "what can we learn from studying fossils"
http://www.google.co.uk/search?hl=en&q=what+can+we+learn+from+studying+fossils&meta=
þá koma ótal síður. Það sem er spennandi er að margar nefna það að maður er ekki bara að læra um veruna sjálfa heldur allt sem tengdist því. Eins og veðurfar, aðstæður til matar og margt annað. Ef ég hugsa um verk ömmu í steingerfingum og hvað hægt er að læra af þeim þá dettur mér í hug að afkomendur geti lært margt en það þurfa að fylgja munnlegar frásagnir....

Manngerðir steingervingar

þegar ég horfi í kring um mig þá sé ég alls konar steingervinga. Það sem mér dettur helst í hug eru laufblöð á gangstéttum.
Efri myndirnar tvær eru í raun meira eins og hellamálverk eða þrykk með litarefni.
En þessi hér fyrir neðan er lauf í gangstétt... það sem er gaman að sjá er að ég er nokkuð viss um að þetta er birkilauf og áhugavert að hugsa að það gæti enn verið fast þarna undir fótum manna þegar ófædd barnabörn eða barnabarnabörn ganga um sömu götur eftir mörg mörg ár.

Wednesday, October 3, 2012

Tákn og tungumál

Ég var að skoða bók sem ég á um prjónadúka og velti fyrir mér táknunum, bæði myndrænum og skrifuðum sem gefa af sér þessa fínlegu dúka.

Ég veit að myndirnar eru ekki mjög skýrar en mig langar samt að fella þær hér inn máli mínu til stuðnings:
Hugsið hvað ljósmyndin skiptir miklu máli í þessu tilfelli!

Svo fór ég að hugsa út frá nútímanum! Mér datt í hug forritun... Það eru ekki eitt heimili né stofnun sem ekki nýta sér tölvutækni og alls staðar eru þessir kóðar að stjórna öllu sem við sjáum í kringum okkur! Hér er dæmi um kóða:
Ef maður veit ekkert hvað kóðinn á að gefa, þá er maður engu nær, í þessu tilfelli er skýring þannig að maður rennur ekki alveg blint í sjóinn.

En þetta er ekki það sem tölvann sér heldur það sem er hér fyrir neðan:

Hvað er kóðinn almennt? http://en.wikipedia.org/wiki/Source_code

Hér er skýring eftir tölvulistamann sem lýsir notkun sinni á kóðanum sem list sem stendur ein og sér: http://makeart.goto10.org/chmod+x/?page=pall_thayer-microcodes&lang=en
Meira um hann: http://pallthayer.dyndns.org/

Listrannsókn og skrásetning


Ég hef ákveðið að skrásetja ferlið mitt á bloggsíðu. Þannig geta þeir sem áhuga hafa fylgst með pælingum mínum og séð þróuninna.
Ég hef tekið ákvörðun um að velta fyrir mér fyrirbærinu steingervingar. Hvernig þeir verða til og hvað þeir segja okkur í nútímannum um liðin tíma.

*I have chosen to investigate fossils. Since fossils record the past I decided to investigate hand knit doilies that my grandmother made. I plan on making fossils of her doilies to preserve them and be able to pass them onto her family. I will be using high fired porcelain which will withstand much more time than the linen doilies that she made. Although they may break, the shards will still stand.

Hráefnið, eða þannig, sem ég kýs að vinna með eru prjónaðir dúkar eftir hana ömmu mína. Ég er nafna hennar og því kannski sæki ég innblástur til hennar.
Einn af stóru kostunum við að vinna þetta sem bloggsíða er það er svo auðvelt að fella hér inn myndir.
Ég hef lengi kunnað að meta það að hlúa að og varðveita það sem er gamalt og hefur sögu. Stofann mín sannar það. Hér sjáið þið bæði sófa og útsaumaða mynd sem kemur frá ömmu mannsins míns. Púðarnir eru eftir hana Höllu frænku mína. En kannski það sem ég er að benda á er að það er ekki nóg að eiga bara gamla hluti, það er svo spennandi að vita sögu þeirra og af hverju fólk hafði þetta hjá sér.
Listamaður sem vinnur með fornleifafræði að leiðarljósi hefur lengi vakið athygli mína. Meðal annars átti hann verk sem hýst er í listasafni í London þar sem hann sýnir og skráir það sem fannst í ánni Themes við vinnu þar. Hann heitir Mark Dion.

Ég er byrjuð að búa til steingerfinga enn sennilega hef verið að gera þá til margra ára án þess að pæla í þessu á þennan hátt, hér er lampi sem ég gerði með postulín skerm.

Og hér eru tvær myndir af postulíns dúkum sem eru nú í vinnslu.
Það verður spennandi að vita hvort ég fæ þá til að vera alveg flata?
Jæja, þetta er þá byrjun. Ég held áfram þegar meira er að segja.